Það er engin ein uppskrift að góðu samtali. Hérna er samt eitthvað til að beina þér á rétta braut.
Málið er bara að tala um almenna hluti, eins og t.d. hvort hún/hann sé í skóla eða vinnu, hvaða skóla/vinnu o.s.frv. og tala í kringum þessa hluti. Alveg óendanlegar spurningar sem koma í kringum skóla og vinnu.
Svo er hægt að spyrja út í áhugamál. Svo ef þú finnur einhver áhugamál sem þið deilið getið þið rætt um og í kringum það.
Þú spyrð hann/hana að spurningu og þá ætti hann/hún að svara spurningunni og út frá því myndast samtal. Svo er hægt að tala í kringum alla hluti þannig það er um að gera að vera hugmyndaríkur og vera svolítið líbó í samræðunum. :)
Hérna er smá dæmi til að gefa þér smá hugmynd um hvað ég meina:
Þarna tek ég ekki inn í dæmið að hún spyrji spurninga á móti spurningunum hans, sem hún/hann gerir eflaust ef þú spyrð að einhverju.http://gaui.is/stuff/samtal.htmlÞarna ertu búin/n að skapa umræðu sem getur haldið endalaust áfram. Bara um að gera að vera ekki feimin/n og reyna að vera hress og skemmtileg/ur í umræðunum. :) Gangi þér annars bara sem best.