Finnst ykkur trúlegt að fólk geti orðið hrifið af hvort öðru ef það hefur t.d. bara talað saman í gegnum síma, tölvu eða eitthvað álíka?
Er það kannski of ævintýralegt fyrir ykkur?
Allavega, eitt sinn hefði ég ekki trúað þessu en þetta kom samt fyrir. Var svolítið skrítið fyrst reyndar.
Síðan hitti ég stelpuna, verð að segja að hún var jafnvel enn skemmtilegri og fallegri og allt það en manni virtist í gegnum MSN og af myndum og þannig.
Hef bara hitt hana einu sinni en er samt hrifnari af henni en ég hef nokkurn tímann verið af stelpu, ég man að ég skrifaði einu sinni smá um það hvernig draumastelpan mín ætti að vera og hún passar akkúrat við þá lýsingu.
En þó það virðist ævintýralegt og frekar ólíklegt að slíkt gerist þá getur það samt gerst, maður þarf bara að hitta á réttu manneskjuna, kynnast henni nógu vel í gegnum fjarskiptatækin og maður gæti hrifist af persónuleikanum. Sem er einmitt það sem flestir ættu að vera að stefna á, að hrífast af persónuleika manneskju en ekki bara útliti og þannig.
Þannig að já, ég trúi því að þetta sé hægt. Kom fyrir mig og ég hef aldrei verið hamingjusamari en ég er núna, hafði heldur enga trú á að ég gæti verið svona væminn. En væmni er góður hlutur, hef ég komist að.
Endilega segið ef þið hafið lent í einhverju svona.