það er þannig mál með vexti að ég og einn strákur sem að heitir (við skulum bara kalla hann jón) jón, við erum búin að vera eikkað að dúlla okkur, við kysstumst fyrir 3 vikum en erum búin að þekkjast í 2 mánuði. allavegana við vorum alltaf saman seinustu 2 vikur, síðustu helgi vorum við saman allantímann. við vorum saman á sigurrós og það var æðislegt:D

síðan á mánudaginn hitti ég hann aðeins í skólanum. svo er ég ekkert búin að hitta hann síðan. ég er alltaf búin að hringja í hann (hringji samt bara mesta lagi 1 sinni á dag)og þá er hann alltaf eitthvað upptekinn og segist ætla að hringja í mig seinna. í dag sagði ég að mér liði svoldið asnalega að ég væri alltaf að hringja í hann þá sagði hann að hann hefði bara gleymt að hringja til baka.

mér finnst eins og að við séum að losna í sundur eða er þetta bara bull í mér?

ég hef aldrei verið með strák áður og veit ekki hvort að þetta er eðlilegt eða ekki.

við erum samt ekki saman, við erum bara að dúlla okkur samt er ég alveg rosalega hrifin af honum:$

þætti vænt um að fá einhverja hjálp í þessu ef einhver nennir:D
takk takk
hver ert þú?