Kemst maður einhverntímann yfir fyrstu ástina sína… já það gerir maður. Ef einhver segist ekki geta komist yfir einhverja manneskju þá er sú hin sama ekki fær um að elska aðra. Ást virkar líka bara í báðar áttir, ekki bara aðra. Það er ekki nóg að vera þvílíkt hrifinn af einhverri manneskju til að elska hana, hún verður að elska þig á móti til þess að þetta sé ást.
Mitt dæmi, ég varð ástfanginn í fyrsta skipti þegar ég var 15 ára. Sönn ást alveg þvert í gegn en entist ekki mjög lengi því miður, en ég var alveg gott hálft ár að komast yfir hana að fullu, en eftir það þá höfðu hlutirnir í lífi mínu bara breyst og ég hélt áfram með lífið mitt. Ég kynntist annari manneskju og elskaði hana meir en þá fyrstu, það entist reyndar þónokkuð lengur en fyrsta, en þegar það endaði tók það mig rúmlega ár að komast alveg yfir hana. Ég er í dag með þriðju ástinni í lífi mínu og ég er kominn yfir hinar tvær að fullu. Ég get hinsvegar sagt eitt, það sem margir myndu misskilja sem það að fólk sé ekki komið yfir samband, það er að minningin er ávallt tilstaðar. Ég man alltaf eftir gömlu samböndunum mínum og mun alltaf muna eftir þeim, hugsa bara til góðu tímana og brosi, held svo bara áfram með lífið mitt sem ég er stöðugt að byggja upp.
Hugsið til framtíðar fólk, ekki fortíðar, fortíðin er bara minning, hugsunin á að liggja fram á við.