Ok, ég veit ekki alveg hvar annarsstaðar ég gæti sett þetta umræðuefni … kannski ætti þetta að eiga heima í nöldur eða e-ð álíka… En hér kemur þetta!
1. Hver er ykkar skilgreining á trúlofun?
2. Geta vinir/vinkonur trúlofað sig án þess að eiga í ástarsambandi? (með trúlofunarhring)
3. Er trúlofun bara eitthvað djók?
Persónulega finnst mér…
.. Trúlofun vera staðfesting á ástarsambandi milli tveggja einstaklinga og loforð um að eyða restinni af ævinni saman.. Tilgangurinn með trúlofun er eiginlega bara “Viltu giftast mér ….. bara seinna” :)
..Að ef vinir/vinkonur trúlofi sig þá eru þau í rauninni að vanvirða trúlofun. Ef að vinir vilja gera e-ð til að vera “best friends forever” þá eigi þau bara að kaupa sér hálsmen (svona brotin hjörtu dæmi) en ekki nota orðið “trúlofun” og gefa hvor annarri/hvor öðrum gullhring upp á tugi þúsunda..
.. Trúlofun ekki vera neitt grín!
En þetta er bara mitt álit! Hvert er ykkar álit? :)