Eins og er hef ég því miður engan sem ég get kallað ástina mína, en mín hugmynd af fullkomnu kvöldi er þessi:
Pöntum pizzu eða eitthvað álíka sem er ekkert vesen og hægt að afgreiða með símanum.
Kerti útum allt og ekkert annað ljós, nema þá frá sjónvarpinu þar sem við liggjum og kúrum yfir einhverri mynd, ekkert skilgreint hvernig mynd, bara góðri mynd. Og ég ligg í fanginu á honum og hann heldur utan um mig allan tímann. Svo þegar myndin er búin þá er farið út í göngutúr og auðvitað verða að vera norðurljós til þess að fullkomna kvöldið mitt.