Þú getur ekkert spurt að því hvort að bekkjarsambönd gangi almennt upp.
Sum ganga upp, sum gera það ekki. Það fer alfarið eftir manneskjunum sem eru í sambandinu. Þetta er bara eins og hvert annað samband. Þú getur ekkert skilgreint þetta sem aðra tegund af sambandi.
Þetta veltur eiginlega á því hvort að þið eigið eftir að þola að vera með hvor öðru alltaf í skólanum. Það eru sumir sem þola það, sumir ekki. Svo er náttúrulega það að ef sambandið gengur ekki upp, hvort það verði vandræðalegt eða óþægilegt að vera með hvor öðru í bekk. En það eru ekki öll tilfelli.
Þú verður bara að vega og meta hvað þú vilt gera og hvort þú sért tilbúin í að reyna á þetta.
Gangi þér annars vel.
Gaui