ég hef verið í nokkrum samböndum, mislöngum, frá c.a 1-2 mánuðir upp í 1 og hálft ár.
ég hef nú ekki lent í því að hata þá pilta sem ég hef verið með, en ég hugsa til sumra með pirringi-klígju-ógeði og sumir særðu mig mjög. og svo eru aðrir sem voru bara æðislegir.
sko.
þegar maður hættir í sambandi að þá er best að vera ekki að ana út í eitthvað annað.
tökum sem dæmi einn fyrrverandi kærasta minn: í bæði skiptin sem við hættum saman að þá hljóp hann samdægurs í ókunnugt rúm, og honum leið bara illa útaf því.
einusinni, eftir að hafa verið með 2 ómögulegum strákum að þá tók ég mér frí! ákvað að vera laus við þessi blessuðu strákavandamál. og það var bara rosalega fínt.
núna, c.a. 4 árum seinna er ég aftur komin í svona frí, og það er bara frábært. er búin að vera með 3 strákum í millitíðinni, og sá seinasti var hreint út sagt frábær! þannig að ég er ekki í pásu útaf því að ég fékk ógeð á piltunum.
það er bara stundum sem það er gott að vera einn, eru ekki sumir sammlála því?
þá er líka hægt að einbeita sér að sínu málum. ég er tildæmis núna á fullu í mínu námi og sækja um í erfiðum skólum, og er eiginlega þakklát fyrir að vera ekki að “eyða” tíma í strákavesen.
en þrátt fyrir þessa pásu er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að maður horfi á fallega karlmenn þegar maður sér þá, en meira vil ég ekki í bili.
og jafnvel hefði maður stundum ekkert á móti að hafa einhvern til að halda utanum á næturnar, en það er ekkert algengt :)
en maður endar nú samt vanalega í sambandi á endanum
úff ég veit ekki hverskonar svar þetta er, ég er bara að blaðra :|
.