Ok, þessi mál eru alltaf svolítið snúin en þetta getur komið fyrir hvern sem er.
Þetta fer náttúrulega allt eftir því hvernig samskiptin og sambandið er ykkar á milli. Það er ekki til nein ein “aðferð” til að láta maka sinn vita að maður sé búinn að missa hrifningu sína á honum.
Þú verður fyrst og fremst að fara rólega í því að segja honum þetta. Þú getur auðvitað alltaf notað “hvíta lýgi” og sagt t.d. að þig langi ekki eða sért ekki tilbúin að vera í föstu sambandi.
Ég ráðlegg þér samt persónulega að tala við hann, vera einlæg og hreinskilin og segja honum sannleikann. Sannleikurinn er sagna bestur. Farðu bara rólega í þetta. Hann á eflaust eftir að spyrja “hvað gerðist?”, “breyttist ég eitthvað?” o.þ.h. Svaraðu þá þessum spurningum hreinskilnislega og segðu hvað gerðist eða hvað breyttist í fari hans.
Mundu að þú getur alltaf leitað til okkar ef eitthvað fer úrskeiðis. :) Gangi þér vel.
Gaui