Mér líður hálf undarlega að vera að viðurkenna þetta, því ég hálf skammast mín, en það er best að koma þessu frá sér, efast um að ég hitti einhver ykkar útá götu og þið munuð þekkja mig og byrja að hnoðast á þessu right ?!?!?.. fólk sem ég þekki gæti gert það, en nú er ég bara komin útí eitthvað bull!
Fyrir nokkrum mánuðum var ég allt í einu komin með einhvern strákstaula á msn, voða gaman að því bara. Byrjaði að tala við hann og hef gert það síðan, tölum frekar mikið saman og hef alveg séð hann á myndum og þannig og hann mig… Erum alveg vinir! Málið er að ég varð hrifinn, sem er ótrúlega asnalegt því ég hef aldrei hitt drenginn og hann ekki mig, fáranlegt!
Hann býr nú í bænum, og ég bý á Akureyri, dágóður spölur þar á milli, en jæja.. Málið er að mig langar alveg ótrúlega mikið að hitta hann og hann vill líka hitta mig, og það er mjög líklegt að ég hitti hann næst þegar ég kíki í bæjinn… Málið er að við þekkjumst auðvitað ekkert fyrir utan MSN að ég hef rosalegar áhyggjur á því hvort hann muni líka við mig, ég veit að ef ég myndi hitta hann að ég yrði mikið hrifnari og ég vil bara ekki lenda í því aftur að vera rosa hrifinn af einhverjum gaur sem ég get síðan ekki fengið því hann hati mig, enginn vill lenda í því.. right ?
Ég er ekkert að biðja um ráð, en ef þið hafið einhver… þá væri gott að fá þau, annars er þetta bara korkur til að létta af hjarta mínu! ;)