Forræði?
HVAÐ Í FJANDANUM MEINARU MAMMA?
Þú ert með forræði yfir mér? So what? Þýðir það að þú “átt” mig? Er ég semsagt ekki lengur manneskja með eigin tilfinningar skoðanir og völ heldur er ég leikfangið þitt? Eign þín?! Þú getur ekki, ég endurtek þú getur ekki sagt mér að þú ræður yfir mér með orðinu forræði. Þú átt mig ekki. Ég á mig sjálfur. Ég er minn.
EKKI ÞINN.
Ef ég vil flytja til pabba míns flyt ég til pabba míns. Ef ég vil skera mig á púls sker ég mig á púls. Þú hefur ekkert að segja í málinu.
Ég elskaði þig einu sinni.
Sú ást var fölsk, fylgdi bagganum sem heitir mæðgin.
Þú elskaðir mig aldrei!!
Það var allt lygi!
Þú komst aldrei á leikina mína, þú hringdir aldrei, þér var alltaf og mun alltaf að vera sama um mig.
Þú talaðir aldrei við mig.
Þú vildir aldrei vita hvernig mér leið.
Það eina sem skipti þig máli var peningurinn sem pabbi sendi þér. Ég var bara leið til að græða aðeins meira.
AF HVERJU?!
Af hverju hringdiru ekki? Af hverju var þér sama? Af hverju elskaðiru mig aldrei? Þú ert mamma mín, þú áttir að vera til staðar, alltaf, en þú varst aldrei þegar ég þurfti þig. Ég saknaði pabba! Hvernig gastu ekki skilið það!
.
Ég hata þig.
True blindness is not wanting to see.