Þetta er ljóð sem fyrrverandi kærasta mín samdi þegar hún var 16 ára. Mér fannst þetta svo flott að ég varð bara að deila þessu með landanum.

Án þín er eins og að vera:

Elskuhugi án maka,
fugl án vængja,
býfluga án hunagns,
fiskur án sjávar,
þvottavél án vatns.

Hús án íbúa,
bíll án dekkja,
brauð án áleggs,
líkami án súrefnis,
eyðimörk án sands.

Geimfari án búnings,
barn án umhyggju,
himinn án skýja,
tölva án rafmagns,
sól án hita.

Vinur án félaga,
foreldri án barns,
stjarna án geisla,
söngvari án raddar,
hjarta án ástar.
Gaui