Ég opna augun,
dauðþreyttur að vanda,
langar til að liggja lengur,
til hvers að fara á lappir?
ég er svo uppgefinn,
nenni ekki að standa upp,
nenni ekki að hugsa neitt,
nenni ekki að standa upp,
þá man ég hana,
ef aðeins til að hitta hana,
kannski meira að segja tala við hana,
að minnsta kosti sjá hana,
það er nóg,
ég stend upp.