Ég veit ekki alveg hvað ég er að spá með að skrifa hérna, en ég er bara svo innilega djúpt niðri að það telst varla eðlilegt.
Ég hef átt nokkra yndislega kærasta síðan ég var á verstu gelgjunni. Núna er ég búin að vera kærastalaus í nokkra mánuði, er búin að eiga við ýmis vandamál að stríða s.s. þunglyndi. Þetta gæti hljómað eins og gömul klisja, en mig vantar bara svo innilega þessa “hlýju” sem það var að eiga kærasta. Sökum persónulegra aðstæðna er ég ekki í nokkurri stöðu til að eignast kærasta.. Það eru einfaldlega engir strákar í kringum mig.
Hvað get ég gert við þessum einmanaleika sem er í bókstaflegri merkingu að rífa mig upp að innan?