Í nýlegri grein á /kynlif er verið að tala um þessa tilhneigingu hjá stelpum til að laðast að strákum sem eru “bad boys”, en mig langar til að velta því frekar fyrir mér hvort þetta sé ekki aðallega sjálfstraustið sem þeim finnst aðlaðandi.
Þó vil ég nú taka það fram að “vondir strákar” eru ekki endilega með mikið sjálfstraust, en þeir láta gjarnan líta út fyrir það með því að hafa sig mikið frammi, láta taka eftir sér og jafnvel rífa kjaft við foreldra, kennara ofl.
Þetta var bara smá vangavelta sem poppaði upp í hausinn á mér og mig langaði til að spyrja ykkur álits.