Ég er skrýtinn ?
þetta er allt voða flókið hjá mér. Málið er að ég er ofboðslega hrifin af einni stelpu, kynntist henni fyrst í fyrra í skólanum og var þá frekar hrifinn af henni en svo fórum við að hittast minna í skólanum. Svo núna er ég byrjaður að hitta hana mikið aftur í skólanum og er strax aftur orðinn hrifinn af henni, mjög mikið þá. Mér líður alltaf vel þegar ég sé hana, mér finnst líka gaman að tala við hana og hlægja með henni. Hinsvega tala ég aldrei við hana á MSN, ég virðist vera feimnari að tala við hana á MSN heldur en í real life… Annað er líka afskaplega skrýtið, ég verð alltaf þvílíkt abbó þegar ég sé hana vera tala við aðra stráka. Ég veit líka að hún hefur verið að spá í mörgum öðrum gaurum sem gerir mér erfitt fyrir. Eftir þennan lestur, hvað er best að ég geri, þetta er frekar undarlegt vandamál …?