Ég er 18 ára og er búnað vera pæla mjög mikið í fyrirbærinu sem fólk kallar ást! Málið er það að ég tel mig ver alveg yfir mig ástfanginn af stelpu, við erum búin að vera núna saman í næstum því 2 ár.

Það að vera ástfanginn að stelpu er það gott? Annaðhvort endar maður þannig maður lendir alveg í þvílíkri ástarsorg þegar maður hættir með henni og er alveg ónýtur eða maður lifir alveg frábæru lífi sem eftir er?

Ég gæti ekki ýmindað mér lífið án hennar eins og er, maður hugsar alveg stanslaust um hana hvern einasta dag en maður er alltaf svo hræddur um það að eitthvað muni fara úrskeiðis? Maður er svo hræddur um það að einhvað fari úrskeiðis, maður er svo hræddur að missa manneskjuna úr lífinu sínu! Maður er svo paranoigja um þetta!

Þetta er kannski ekki beint efni í grein en aðal spurningin er sú, er maður virkilega tilbúinn til þess að fórna sér nánast fyrir eina manneskju, sársaukinn að missa hana er svo gríðalegur.

Er ástin þess virði?

plz ekki koma með skítkast, þetta er svolítið kellingalegt að skrifa svona sérstaklega þar sem ég er strákur en þetta er bara pæling sem ég var að velta fyrir mér.