Óhamingja
ég held að eitt af því versta sem maður getur upplifað í ástarmálum er óvissa, óvissa um það hvort að einhver sem elskar/ert hrifin af, ber sömu tilfinningar til þín. hef upplifað ástarsorg, þá allavega vissi maður hvert hlutirnir stefndu, maður átti ekki eftir að fá manneskjuna sem maður elskaði til baka, en það að lifa í óvissu er eitthvað það versta sem manneskja getur gert, maður fær óstjórnlega þörf til að tjá tilfinningar þínar til einhvers en færð þig ekki í það, því ef þú gerir það gætiru eftilvill verið að skemma það sem gæti hafa verið og heldur þá óvissan áfram, hefði eitthvað gerst hefði ég farið öðruvísi að þessu?