Ég fór að hugsa um daginn af því að nú á ég vinkonu sem er ófrísk og ekki orðin 18 ára. Hún er í sambúð og býr með kærasta sínum heima hjá honum og fjölskyldu hans. Nú fer að koma að því að hún fer að eiga, en hvað gerist þá? Hún kláraði ekki skóla, þ.e.a.s samrændu-prófin og er í dag bara í fullri vinnu ásamt því að vera í sambandi og í fullum undirbúningi því hún á víst að eiga núna í október. Hvað verður í framhaldi. Þegar hún var yngri var hún aldrei fyrir að leika sér með dúkkur eða neitt svoleiðis og var alltaf frekar mikill strákur í sér( sem skiptir svo sem engu máli hér) og eftir fermingu þá breyttist hún alveg. Fór að drekka og fara á fyllerí um helgar og núna þarf hún að fara að vakna og stofna til fjölskyldu. Það er það sem ég hef áhyggjur af. Ég veit alveg hvernig hún er og hún hefur aldrei verið ábyrg manneskja og alltaf frekar mikill krakki í sér alveg síðan hún var lítil. Þess vegna er svo sorglegt þegar vinkona manns ákveður að þetta er það sem hún vill þó hún sé kannski ekki alveg tilbúin í það. Það er nefnilega ekki nóg bara að segja að maður sé tilbúin að verða móðir á þessum aldri, og er hún í sambandi sem mun standast allar þrautir sem eiga eftir að vera á vegi þeirra??