Jæja.. ég veit ekki neitt um hvort þetta sé neitt rómantíkst, vildi bara segja ykkur frá þessu því mér fannst þetta svoldið fyndið..

Ég og vinkona mín vorum semsagt á djamminu og vorum að fara útaf stað, vorum sko búnar að vera að drekka svolítið og vorum svolítið vel í því.. Og þegar við vorum að labba af staðnum, labbar vinkona mín á undan og hún er frekar lágvaxin. Svo labbar hún næstum á strák, eða hann svona labbar til hægri og hún til vinsti og, æj þið skiljið hvað ég meina, þegar maður veit ekki í hvaða átt maður á að labba til að komast framhjá fólki!
En allavega, stóð ég þarna fyrir aftan á meðan þau voru að reyna að finna útúr þessu og þá horfir hann sona framm og sér mig, því ég er nottla hærri en vinkona mín og er því bara í sjónmáli…
Svo ég leit sona á hann og sagði “hvað ertu að gera?” og hann sagði “ha? hvað?” og ég sagði “þú ert fyrir vinkonu minni!” og á þeim tímapunkti labbar vinkona mín bara í burtu. Og hann sagði “já hún labbaði bara hingað og ég líka og ég bara vissi ekkert hvert ég átti að fara..!” ..og svo hélt hann áfram:S “ég meina eina sem ég get gert… er…” og hann ýtti mér sona vegg eða einhverju soleiðis sem var fyrir aftan okkur og kyssti mig og labbaði svo í burtu!

Já.. mér fannst þetta voðalega fyndið og fór til vinkonu minnar bara “haha sástu þetta??” og hún bara “haa hvað?”

Hefur þetta einhverntíman komið fyrir ykkur?? ég hélt nefnilega bara að eitthvað sona gerðist bara í bíómyndum…