Hérna kemur þetta allt saman í mjög stuttri frásögn

Ég er ‘ný’ hætt með strák.. og vá ég hef aldrei elskað neinn jafn mikið og hann..Hann var mín sona fyrsta alvöru ást.. svo hættum við saman svona sameiginlega en samt var það hann sem villd það, ekki ég því ég bókstaflega sá ekki sólina fyrir honum.

Ég var að deyja úr ástarsorg í einhvern tíma og gat ekki gert neitt án þess að hugsa um hann .. í einhverjar 2-3vikur dreymdi mig hann bókstaflega hverja nótt (sick i know) og mig var farið að kvíða fyrir að sofa bara.. ég bara virtist ekki geta komist yfir hann og hágrét reglulega á hverjum degi..

Svo núna hef ég bara verið að einbeita mér að því að komast yfir hann því ekkert mun ske á milli okkar aftur og það gengur ágætlega en svo núna ég hvert sinn sem ég hugsa um hann eða hann kemur á msn og talar við mig eða ég sé hann eða einhvað sem tengist honum þá verð ég alveg óendanlega pirruð og langar bara að öskra eða berja í einhvað eða einhvað álíka.. þetta er ekkert smá skrítið allt í einu er eins og ég hati hann af öllu hjarta, verð þvílíkt pirruð á því að bara hugsa út í hann og ahh meira að segja núna finn ég alveg pirringinn magnast..

Þetta er ekkert smá skrítið..
Hefur einhver lent í öðru eins :S?.. er þetta alveg eðlilegt? Svo skrítið að þann sem ég elskaði mest af öllu hati ég núna meira en allt annað.. það er svo ekki rétt :/


Afsakið allar stafsettningarvillur.. hef alltaf verið léleg í íslensku og ég skrifaði þetta í flýti þannig að..