að sjá hana er líkt og að vera barinn af risastórri sleggju beint í magan, verður til þess að maður nær ekki andanum, vill deyja, hætta, gefast upp.
Að hugsa hverja einustu vakandi sekúndu hvernig það væri að fá eitt andartak enn, halda einu sinni enn utan um hana og vita að hún er þín, að snerta hana og kyssa og finna fyrir hamingjunni og löngunninni og lostanum og ástinni sem umvefst þig og hana níðþéttum böndum þangað til þér finnst þú munir springa - og hve sársaukafullt það er að hugsa um að það muni aldrei verða aftur, að draumurinn sem varð að veruleika er brostinn, horfinn, barinn dauður, grár og kaldur, og vera hans er einungis til að valda sem mestum sársauka í sál þinni þegar þú reynir að halda utan um veruleikann og tilveruna án þessarrar veru, þesarar gyðju sem þú taldir fullkomna, sem tók líf þitt heljargreipum án þess að vilja, gerði allan mat bragðlausan, alla spennu og skemmtun fölna miðað við gyðjuna, allar aðrar mannskepnur ekki í hálfkvisti við hana, og tók svo líf þitt og steig á það, drap þig nánast og fór svo, og eftir situr þú hálfur og tómur, skel af manni sem var einu sinni eitthvað en er núna brotinn…
Orð fá bara lýst hálfum veruleikanum - þetta er ekki hægt. Eina huggunin er að í stað þess að finna ekki fyrir neinu, í stað þess að vera forever kaldur og dauður að innan finnur maður fyrir hamingjunni, hve lengi sem hún varir og verður sú hamingja sætari ef maður finnur einnig fyrir ískaldri og valdamikilli sorginni og sársaukanum, þegar þér finnst þú við brún endanns og finnur svo vonina í litlum hlutum, í ást og umhyggju vinar, í góðum verkum ókunnugra, í orðum annarra sem finna fyrir sama sársauka og þú - haltu í það og hamingjuna finnur maður aftur hve lengi sem líður á milli…
True blindness is not wanting to see.