ég á vinkonu sem 22 ára, og hún er að dúllast með gaur, og er búin að dúllast með honum í einhvern tíma og hún gerir ekkert annað en að tala um hann. hún snýr öllum umræðum upp í hann, við kannski erum að tala um bíómyndir, þá fer hún að telja upp þær bíómyndir sem hún og gaurinn eru búin að sjá… ef við erum að tala um mat, þá fer hún að telja upp það sem hún og gaurinn hafa borðað saman… ef við tölum um tónlist, þá fer hún að tala um uppáhaldshljómsveitinar hans, og hún þarf alltaf líka að taka fram allar skoðanir hans á málum sem við erum að tala um "Nonna (kalla hann bara það) finnst þetta um þetta, Nonni þetta og Nonni hitt. ég held að það séu ekki ýkjur hjá mér að hún tali um hann 90% af tímanum.
ég er búin að reyna að biðja hana óbeint um að ekki tala svona ótrúlega mikið um hann, en það virkar ekki, ég er eiginlega að tapa mér af því að þetta er búið að vera svona í einhverja mánuði, og hún er bara farin að endurtaka sig… mér finnst þetta líka soldið sorglegt af því að það er svo greinilegt að hann er bara að nota hana sem bólfélaga, en hún er bara að deyja úr ást eða þráhyggju af þessum gaur, og hann vill ekki einu sinni byrja með henni.
hvað á ég að gera??
“ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn”