Sælir Hugarar
Núna er ég staddur í aðstæðum sem veit ekki hvernig ég á að haga mér í. Þannig er mál með vexti að það er stelpa (Byrja ekki öll vandamál svona..? :) )Ég og þessi stelpa höfum þekkst núna ágætlega í 3-4 ár og höfum alltaf verið eitthvað að “hösslast” en aldrei verið í eiginlegu “sambandi”. Ástæðan fyrir því held ég að sé alfarið ég, ég hef alltaf bakkað þegar einhverjar sambandshugleiðingar hafa átt sér stað. En oft á þessum árum komu nokkurra mánaða tímabil þar sem við töluðumst lítið sem ekkert við, og vorum oft að deita annað fólk þó að það hafi aldrei orðið eitthvað úr þeim málum.
En svo núna fyrir stuttu asnaðist ég til að fara að eiga við vinkonu hennar og varði það í nokkra mánuði en eins og alltaf hjá mér var þetta ekki “samband”. Og var þessi stelpa mjög afbrýðisöm á þessum tímapunkti og var ég mjög leiðinlegur við hana svona eftir á séð , en allt kom fyrir ekki; við byrjuðum aftur að “hösslast” og nú fór ég loksins að sjá hvað ég hafði því þetta er frábær stelpa, myndaleg og skemtileg. En svo fékk ég þetta allt í andlitið núna fyrir ca. mánuði. Þá byrjaði maður að vinna , og var ég í mjög bindandi vinnu í júnímánuði og umgekkst ekki mikið fólk né hafði samband við, en svo núna þegar er farið að róast hjá mér i vinnunni þá tók ég eftir þessu, HÚN ER HRIFIN AF ÖÐRUM! Og eru þau að ég held orðin frekar náin og ég er að farast , þetta er að gera mig brjálaðan. Loksins þegar ég er oriðin nógu tilbúinn i samband og farinn að skilja hvað það getur verið frábært er eina stelpan sem ég vil stofna til sambands með ekki “Available”. En auðvitað geri ég mér grein fyrir því að þetta er alfarið mín sök! Núna er ég í svipuðum sporum og hún fyrir nokkrum mánuðum og núna loksins skil ég hvernig henni leið! Nema þetta er ekki vinur minn, enda þektum við hvorugt hann fyrr en núna í apríl og einhver algjör metrógaur sem mér langar mest til að berja duglega.. en ég veit það væri fáránleg lausn.
En ég spyr ykkur, og stelpur endilega svarið!
Hvað á ég að gera? Ætti ég að tala við hana og segja henni hvað ég hef verið vitlaus og sjái eftir öllu?
Ætti ég að bíða og vona að það verði ekkert úr þessu hjá þeim og þá koma og segja henni hvað mér finnst?
BTW. Við erum ágætis vinir (ég og hún) og hittumst stundum og tölumst oft við, en ekki um þetta..