Núna er ég búin að vera í algjörri pásu frá strákum í frekar langan tíma, eftir að hafa farið í gegnum ömurleg sambönd, misnotkun og að hafa verið notuð af vel flestum strákum sem ég hef orðið hrifin af, ákvað ég að taka mér pásu og hugsa um hvað ég væri að gera.
Það gekk mjög vel hjá mér í þessari pásu, og mér leið svo vel. Var búin að vera að berjast við þunglyndi í langan tíma og það hjálpaði svo mikið að gefa mér smá tíma til að hugsa um mig, ekki um eitthverja gaura.
Svo byrjaði ég að vinna núna í sumar, hjá sama fyrirtæki og ég hef unnið hjá seinustu 3 árin. En þá tek ég eftir því hvað einn strákurinn þar er orðin ótrúlega sætur og verð doldið skotin.
Það óx svo alltaf meira og meira, og núna er ég orðin frekar hrifin af honum.
Við þekkjumst samt ekkert mikið, við vinnum nefnilega ekkert oft saman. Mig langar svo að kynnast honum meira, en ég er bara hreinlega orðin feimin, hef ekki verið feimin við strák lengi, ég er alltaf svo hrædd um að segja eitthvað heimskulegt, eða klunnalegt, eða bara roðna niðrí rassgat.
Svo var vinnuparty hjá mér fyrir stuttu, og ég ætlaði þá að reyna að tala eitthvað við hann, svona utan vinnu. En ég klúðraði því alveg, hann kom og sagði hæ, ég svaraði því auðvitað, roðnaði svo eins og epli, svo heyrði ég eitthver læti inní stofu og þurfti að hlaupa burt.
Það er ekki búið enn, ég þurfti að stökkva eitthvað út, þannig að ég skellti mér í hettupeysu, sneri henni vitlaust þannig að hettan fór yfir hausinn á mér og ég hrundi í gólfið, það er ótrúlegt hvað ég er mikill klunni stundum. Venjulega hefði mér fundist svona fyndið, en ég skammaðist mín alveg ótrúlega í þetta skiptið.
Svo loksins þegar ég ætlaði að tala við hann, var hann farin. Kvöldið endaði sem algjört klúður.
Og ef þetta er ekki nóg fór ég að tala við eina stelpuna sem ég er að vinna með, og sagði henni hvað mér fyndist hann mikið æði, þá kom í ljós að henni fannst það líka. Frábært!
Þetta var algjör bömmer, þar sem að mér finnst þessi stelpa æðisleg. Hún er hress, sæt, fyndinn og ófeimin!
Vinkonum mínum finnst ég vera rugluð, af því að hann er 1 ári yngri en ég, en í mínum huga er aldur bara tala, það fer bara eftir því hvað fólkið sjálft er þroskað.
Núna veit ég ekki hvað ég á að gera, á ég að sleppa þessu alveg? Á ég að tala við stelpuna sem ég vinn með og biðja hana um að “back off”? Á ég að byrja að reyna við hann á fullu svo að ég fái hann? Ég er bara alveg ráðalaus.
Það er náttúrulega heldur ekki að hjálpa að sjálfstraustið mitt er í molum eins og er. Mér finnst hann bara svo sætur og hress, svo allt öðruvísi en strákarnir sem ég hef verið að pæla í.
Eitthver með hughreistandi ráð;)?