Málið er þannig að ég er búin að vera að tala við strák síðan í janúar, kynnist honum á netinu og hef alltaf haft svona á tilfinningunni að hann sé góður strákur og verið svoldið heit. Allavega þá fórum við að kynnast betur bara sem vinir og hittast og vorum orðnir virkilega góðir vinir þegar ég segi honum að ég hafi áhuga og hann segir þá beint út að hann hafi alls engan áhuga!
Svo allt í einu þegar ég er orðin sátt við að hann hafi ekki áhuga þá erum við að horfa á mynd í góðri stemningu þegar hann tekur í höndina á mér og kyssir mig og biður mig um að sofa hjá sér en ég neita.
Daginn eftir tölum við saman og hann segir þetta vera mistök, að hann hafi ekki áhuga og vilji bara halda áfram að vera vinur minn.
Hvað finnst ykkur um þetta? á ég að halda áfram að vera vinur stráks sem hefur sært mig svona illilega?
Góð kveðja.