Sælir Hugarar.

Ég verð því miður að segja mínum skriftum lokið í bili.

Ég er búinn að fá alveg helling af skilaboðum og hef reynt að aðstoða eftir bestu getu hverjum og einum.

En nú er staðan sú að einkalífið er mann um koll að keyra og ég hef ekki tíma til þess að geta sinnt þessu eins vel og ég vill.

Annað hvort get ég sinnt þessu algjörlega, eða ég ekki. Ég vill ekki senda fólki hálfklárað eða ílla samansett svar.
En þar sem ég hef tekið hátt í tvo klukkutíma eða meira í hvert svar oft á tíðum, þá verð ég bara að segja skilið við þetta í bili, allavega þangað til róast hjá mér.

Ég þakka öllum sem hafa sent mér skilaboð og vona að ég hafi náð að aðstoða suma að einhverju leyti.

Einnig vill ég biðja þá afsökunar sem eiga spurningar á bið hjá mér, því ég því miður mun ekki komast í að svara þeim í bráð.

Takk fyrir traustið og að deila ykkar vandamálum með mér.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli