Jæja…mér finnst svosem ekkert þægilegt að tala um þetta mál en það er víst kominn tími til þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera núna. Málið er að í byrjun '04 kynntist ég strák og við urðum strax mjög hrifin af hvor öðru en svo heyri ég allt í einu frá einni vinkonu minni að hann hafi læst sig inní herbergi með bestu vinkonu minni og þau hafi verið að gera “ýmislegt” þangað til að vinir mínir komu inn og hentu þeim út. Mér leið ekkert smá illa því að ég og strákurinn vorum eiginlega saman…hann hafði meira að segja talað um það sjálfur. En já, megnið að síðasta sumri fór í að reyna að laga þetta mál, ég og þessi lausláta vinkona hættum að vera vinkonur en ég tala ennþá við strákinn. Málið er að ég er ennþá hrifin af honum og hann er ennþá hrifinn af mér. Ég væri alveg til í að fara að hitta hann oftar því að ég hitti hann ekki núna nema fyrir algjöra tilviljun. Hann er alveg æðislegur strákur og það eina í rauninni sem hindrar mig í að gera eitthvað er að mér finnst eins og ef við myndum byrja saman eða eitthvað…þá væri hann búinn að vinna.
Ég hitti hann um daginn og ég fór að skjálfa bara við að hitta hann í 2 sek. Ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvort ég ætti að gera nokkuð. Get alveg valið mér stráka núna, nokkrir svona að reyna við mig en ég get einhvernveginn bara hugsað um hann. Plís ekki vera með skítkast og ef þið hafið ekkert annað en það þá bara ekki segja neitt.