Hæ kæru hugarar..ég er með smá “vandamál” sem væri fínt að fá lausn á. Ég er með mjög lítið hjarta og ef flett er uppá orðinu “samviskubit” í orðabókinni þá kemur mynd af mér. Ég fæ samviskubit út af ÖLLU, og þá sérstaklega því sem ég segi við kærastann minn. Mér getur liðið illa í marga daga ef ég segi eitthvað sem ég sé eftir við hann, og þó við sættumst yfirleitt mjög fljótt, þá er ég samt alltaf að hugsa um það hvað ég sagði, hvers vegna og hvernig ég sagði það. ég á það líka til að láta honum líða eins og allt það slæma í mínu lífi sé honum að kenna, og það finnst mér mjög leiðinlegt. Stundum er líka eins og ég geri í því að pirra hann viljandi, þ.e.a.s. ég hjakkast endalaust á því sama af því að ég er alltaf að bíða eftir svarinu sem ég vil heyra.

Þannig að nú spyr ég ykkur..hvernig losnar maður við endalaust samviskubit? og afhverju er ég alltaf að nöldra og pirra hann þegar ég veit alveg hvernig mér eftir að líða og hvað það gerir honum?