Það hafði samband við mig ung stúlka sem lendi í vandamálum með sinn fyrrverandi, sem var ekki sá kærleiksríkasti, og vantaði aðstoð varðandi hann, og varandi söknuðar í hans garð sem hún fann fyrir.
Með hennar leyfi, þá birti ég svar hennar hér nafnlaust, í von um að þetta geti aðstoðað aðrar stúlkur í svipuðum vandamálum:
—
Ég ætla að byrja á því að segja þér eina frekar hræðilega staðreynd.
Þinn fyrrverandi er einn af þeim verri sem ég hef heyrt um.
Að koma svona fram við manneskju sem er náin manni, er gróf veruleikafirring, og nálgast geðveilu.
Hans algjörlega virðingarleysi og samviskuleysi gagnvart þér hefur engan rétt á sér, og setur hann á einn þann lægsta stall í mínum huga, sem nokkur manneskja getur komist á.
Núverandi hegðun hans verður að flokkast á barmi ofsókna, og ég ráðlegg þér, að ef hann heldur þessu áfram, að leita þér aðstoðar.
Góðir foreldrar (ef það á við í þinu tilfelli) geta oft reynst manni vel ef maður treystir þeim fyrir vandamálum sínum, og myndu þau eflaust aðstoða þig í að fá þessu lokið, annað hvort með því að tala við foreldra hans, eða jafnvel lögreglu.
(Ef þú telur þig eiga góða, skilningsríka foreldra, myndi ég segja þeim nákvæmlega hvernig hann hefður hegðað sér við þig. Þau geta verið manni ótrúlegur styrkur, ef maður bara þorir að treysta þeim.)
En ótrúlegt en satt, þá mun mín aðstoð liggja að mestu leyti í að gera þér grein fyrir þinni eigin hegðun, þótt ég viti að hans hegðun er það sem situr í þér.
Afhverju?
Vegna þess að það er ótrúlega mikið til að “vondum strákum (bad boys)” í heiminum, og það eru einnig til stúlkur sem draga þá að sér, og hætta aldrei að hrífast af þeim .. og ég ætla að vona að ég geti varnað þér frá þeim örlögum.
Nú er ég alls ekki að segja að þú sért einmitt sú týpa sem er dæmd til að lenda í svona strákum það sem eftir er æfinnar.
Flestar stúlkur ganga bara gegnum svona tímabil, sem svo hverfur hægt og rólega. (Jafnvel strax, þegar þær hafa fengið svona skyndi“kúrs” í “vondum strákum” eins og þú ;)
Þegar stúlkur eru ungar, ( oftast í kringum þinn aldur, +- 3 ár), þá eru “töffararnir” og “vondu strákarnir” mjööög reglulega einmitt þeir sem heilla ykkur mest.
Þetta útskýrir að mörgu leyti ástæðuna fyrir því að þér finnst þú stundum sakna hans, þótt hann hafi komið svona fram við þig.
Þetta er eðlilegt fyrir ungar stelpur, og þetta eldist af þér, hafðu ekki áhyggjur :)
Grunnurinn fyrir því að þú leyfir honum koma svona fram við þig, og þolir þetta svona lengi er þríþættur:
1. Þú ert mjög ung og óreynd og átt eftir að læra margar lexíurnar, en það gerist bara með aldrinum og reynslunni.
2. Þú hefur ekki nógu gott álit á sjálfri þér, því það hefur vantað að þú gerðir þér grein fyrir að þú ættir betra skilið, þegar hann fór að fara svona ílla með þig (samt, þetta er einnig bara partur af lítill reynslu af strákum og samböndum, og er eflaust mjög tímabundið vandamál).
3. Sjálfstraustið hjá þér til að losa þig út úr svona hefur ekki verið nægilegt, og því hefuru þurft að þola þetta svona lengi (sama útskýring og er í sviganum hér fyrir ofan á einnig við hérna).
Þegar maður byrjar mjög ungur að fikta í samskiptum kynjanna, þá getur maður brennt sig. Og það er einmitt það sem gerðist fyrir þig.
Þetta er mjög eðlilegt.
Í sambandi við það að geta hætt að hugsa um hann .. það gerist bara sjálfkrafa þegar þér tekst að ná að koma honum úr þínu lífi, sem er eithvað sem þú VERÐUR að gera.
Aldrei svara honum, aldrei tala við hann, og aldrei umgangast hann.
Ef hann ofsækir þig, þá verðuru að bregðast við því.
Ég get bara huggað þig með því, að í langflestum tilfellum styrkja svona “sambönd” fólk bara, og kennir þeim mjög góða lexíu um lífið.
Og ég myndi ekki hafa áhyggjur að þessum strák sem þú ert að hitta núna, ef hann er GÓÐUR strákur (sem er einmitt týpan sem þú villt velja þér í framtíðinni ;).
Hann veit eflaust að þinn “ex” er ekki með öllum mjalla, og hlustar ekki á neitt sem hann segir.
Þannig að, vonandi hefur þetta eithvað aðstoðað þig. Ef ekki, þá máttu endilega spurja mig nánar útí hlutina, ef ég hef verið að fara of almennt í efnið.
Gangi þér vel, og mundu að nota þá aðstoð sem þér býðst, frá vinum og vandamönnum.
Mundu - góðir foreldar eru <Gulls Ígildi>.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli