Það hafði samband við mig ungur strákur, sem vildi vita hvenær hann eigi að spurja stúlkuna sem hann er að “dúlla” sér með hvort þau séu saman eða ekki.

Með hans leyfi, hafði ég eithvað um þetta að segja, sem ég mátti deila með ykkur hinum, í von um að þetta geti aðstoðað aðra í svipuðum vandamálum:

—-
Ég var búinn að gleyma hvað unga fólkið vill alltaf spurja hvort annað hvort þau séu saman :)
Ég hef dílað við tvö mál núna (þitt er það seinna) þar sem þetta er stóra vandamálið, því einhvernveginn virðist þið ekki ná að finna fyrir því sjálf.

Það sem mig grunar, að þegar fólk er það ungt, og það er kannski ekki farið að stunda kynlíf (sem er einmitt mjög gott að bíða með, þótt ég viti ekki hvort það sé málið hjá ykkur), þá vantar alltaf svona punktinn yfir I-ið í því að vita hvort þið “tilheyrið” hvort öðru eða ekki.

Hjá okkur eldri, þá virðist það einhvernveginn langoftast segja sig sjálft hvort við erum “byrjuð saman” eða ekki, og þá býst ég við að bæði lengri sambandsreynsla, plús regluleg kynlífsiðkun, gefi manni oftast fullnægjandi svar (en í guðanna bænum, ef hún er þetta ung, og þú í raun líka, þá legg ég til að þið bíðið vel og lengi með kynlífið).

En þar sem það er líklegt að ykkur vanti jafnvel bæði af þessum “svörum”, þá legg ég til að hreinskilnin sé besta leiðin.

Þú segir að hún sé mjög hrifin af þér. Ef það er rétt, þá mun þetta verða ekkert mál í rauninni.
Allt “stefnumótaferlið”, bæði hjá þeim yngri sem okkur eldri getur verið “vandræðalegt” og “asnalegt”, bæði oft og lengi, á meðan fólk er í “startholunum” að kynnast. En ef það er gagnkvæm hrifning í gangi hjá ykkur, þá er það langoftast nægilegt til þess að allt svoleiðis bæði gleymist og er fyrirgefið :)

Hinsvegar, ef þér finnst erfitt að fara til hennar og segja við hana eithvað eins og “Villtu byrja með mér?”, sem ég viðurkenni að er alveg einstaklega vandræðalegt og frekar skrýtið, þá geturu prufað aðra aðferð.

Farðu út í búð einn daginn, og kauptu handa henni glæsilega rauða rós. Svo einhverntímann þann dag þegar þú færð tækifæri til, komdu henni á óvart með því að gefa henni rósina, helst óvænt (getur haft hana bak við bakið á þér t.d., og svo sveiflaði henni fram í dagsljósið).

Ef ég hef rétt fyrir mér, þá mun þetta “bræða hjarta hennar”, og hún mun verða gífurlega hamingjusöm (þetta er nátturulega allt byggt á því að þú sért viss um að hún sé mjög hrifin af þér og vilji samband), því að rauð rós er eitt það sterkasta tákn sem þú getur notað í að lýsa tilfinnigum þínum gagnvart hinu kyninu.

Þetta er í raun það sama og að segja “villtu byrja með mér”, án þess að nota orðin.
Til þess er rómantíkin, að lýsa statt og stöðugt hversu “ástfanginn” maður er, án þess að þurfa alltaf að nota orðin og tönglast á þeim ;)

Ég held að þetta eigi eftir að gera það að verkum, að þið eigið eftir að finna fyrir þeirri tilfinningu sem þið eflaust bæði eruð að leita eftir, og engin orð í sambandi við það verði nauðsynleg.

Hinsvegar, ef þú villt vera alveg viss, þá geturu sameinað þessar tvær aðferðir, byrjað á að gefa henni rósina, og spurja svo eftir smá stund spurt hvort hún vilji byrja með þér. Þegar hún verður yfir sig glöð útaf rósinni, þá er fátt sem þú spyrð hana um mál hjartans sem hún mun ekki játa þér ;)

Mundu að konur eru langflestar mjög rómantískar, og því skaltu aldrei gleyma.
Ef þú byrjar samband á rómantík, og hættir því svo, þá geturu alveg eins sagt bless við hana núna, sett fötin þín í poka og búið einn upp í fjöllum ;)

En í raun er ég ekki alveg búinn að vera að svara spurningunni, því þú vildir helst vita hvort þú ættir að bíða með að spurja hana hvort hún vildi byrja með þér eða ekki.

Ég verð því miður að segja þér að nákvæmlega enginn getur sagt þér svarið við þessari spurningu, nema þú sjálfur, og hvað þú lest frá þinni “heittelskuðu”.

Í bréfinu hljómaru frekar viss um að hún sé upp fyrir haus hrifin af þér, og ef það er rétt, þá ætti þér að vera öllu óhætt að láta á þetta reyna ;)

Mundu samt að taka engu sem ég segi bókstaflega, og láttu skynsemina ráða. Mín orð eru eingöngu svona “ábendingar” sem fólk verður að meta hvernig skal nota eftir aðstæðum ;)

Ég óska þér góðs gengis, og vona að þér farnist vel.
Endilega láttu mig vita hvernig þú ferð að þessu, og hvort vel til tókst eður ey.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli