Og að það sé sammála um allt og sömu áhugamál og eitthvað……
Ég vil bara spurja hvað er svona gaman við það að fólk hafi öll sömu áhugamálin,sömu skoðanir, og fleira í þeim dúr?
Ég og kærastinn eigum ekki mörg(ef einhver) sömu áhugamál og skoðanir (jú sumar skoðanir en ekki margar) og við rífumst svona ágætlega :P
En án þess væru engar rökræður, engin sætti og maður mundi ekki geta prófað einhvað nýtt með hionum aðilanum……t.d. ef hann hefur gaman af tafli og hún af snjóbretti, að þá að tefla við hinn aðilann og fara á snjóbretti……annars væri þetta ekkert spes.
Kannski einhver áhugamál sameiginleg……það er fínt :)
Mín skoðun er sú að þú þekkir ekki manneskjuna VEL fyrr en þú hefur þurft að segja fyrirgefðu og hún líka…..að sættast.
Ef fólk hefur verið saman í nokkra ma´nuði og allt í himna lagi, og svo kemur allt í einu rifrildi….kann það þá að leysa það, þar sem að þau eru vön öðru?
Smá pælingar hérna…..
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"