Það hafði samband við mig stúlka sem vildi ná til sín hennar einu sönnu ást, sem hún hafði verið með í sambandi, en því miður þá gekk það ekki upp .. í það skiptið útaf ýmsum ástæðum.
Með hennar leyfi, þá ætla ég að setja svarið hér á kork, í von um að þetta geti verið öðrum til aðstoðar í svipuðum vandamálum:
—-
Ég ætla að brjóta þetta niður eins og ég ímynda mér að hann hafi upplifað þetta.
Hann hittir sæta og skemmtilega stúlku.
Hann er ágætis gaur, sem hefur sjálfstraustið í lagi, og er sáttur með sitt líf.
Hann og stúlkan verða mjög náin, svo náin að hann fer að finna til sterkari tilfinninga en bara vinatilfinninga, í hennar garð.
Hann er sáttur við lífið og tilveruna, er ekkert sérstaklega að leita sér að maka, en fyrst hann kynntist þessari frábæru stelpu, þá lætur hann slag standa.
Hann og stelpan byrja saman og í fyrstu er allt frábært, þau fá ekki nóg af hvort öðru. En svo þegar nýja brumið fer að renna af sambandinu, þá finnur hann fyrir því að hún getur varla án hans verið, og í raun krefst mest af hans tíma. Þetta gerir hann dálítið hræddann, því hann finnur að frelsisólin er að herðast óþæginlega mikið, því sambandið hefur í raun færst úr því að vera bara frábært, yfir í það að vera dálitið þyrmandi (sem er í raun venjulegt á einhverjum mælikvarða, en fólk sem hafði ekki ætlað sér í samband, og hefur kannski ekki mesta reynslu af því, á dálítið til að hræðast þetta).
Þegar þetta ástand batnar ekki, þá fer hræðslan að aukast, og hann ákveður að beila á þessu.
Jæja, að beila á þessu var eflaust bæði léttir og leiðinlegt fyrir hann. Hann fann að frelsisólin var aftur laus og liðug, en hann saknaði þessarar frábæru stelpu þó nokkuð, en í raun ekki nógu mikið til þess að vilja finna fyrir þessum frelsismissi aftur.
Svo nokkrum mánuðum seinna, þá kemst hann aftur í samband við hana á MSN, og fer að spjalla við hana aftur. Þetta spjall eykst og eykst, og hann finnur tómið sem hann hafði upplifað á því að missa hana lokast, hægt og hægt, og ekki þrengist á frelsisólinni heldur.
Sambandið eykst, og hann er aftur farinn að hitta hana, og samskipin aukast og aukast. Hann er alltaf smá á varðbergi til þess að frelsið hverfi nú ekki aftur, en það virðist ekki vera þörf á því eins og staðan er. En svo kemur það uppá bátinn að hann og hún fara jafnvel að tala um það að sofa aftur, og án nokkurra strengja! Þetta er sko ekki tækifæri sem hann getur sleppt, sérstaklega þar sem hún er sú sem leggur til að ekki eigi að verða neitt meira úr þessu. Þau láta verða af þessu.
Hérna verður þetta pínulítið óskýrt að vísu, því vanalega þá sækja strákar nokkuð harkalega í skuldbindingalaust kynlíf, en þar sem hann hefur ekki sóttst í það aftur, þá þýðir það að eithvað er eflaust í gangi, sem er líklega góður hlutur.
Kannski, þegar þig sváfuð saman, þá fann hann til þessara sterku tilfinninga sem hann fann þegar þið voruð saman, og er hræddur við að verða aftur hrifinn af þér.
Kannski er hann hræddur um að ef hann geri þetta aftur, þá verðir þú hrifin af honum og það muni spilla því sem þið hafið núna, og hann vill bara ekki kærustu aftur, heldur vera laus og liðugur.
Þetta eru tveir mjög mismunandi möguleikar, en báðir því miður jafn líklegir.
Að komast að þessu er ekki einfalt, því miður, og býður heim að þú þurfir að taka áhættu til þess.
En til að skilgreina aðeins það sem gerðist hjá ykkur …
Þegar þú þjarmaðir að honum í sambandi ykkar, þá fékk hann bæði þessa hræðslu um að missa frelsið, og þá fékk hann það sem ég kalla “yfirhöndina” í sambandinu.
Ég lít á samband sem rosalega jafnvægisbaráttu, sá sem hefur “yfirhöndina”á það til að stjórna sambandinu dálítið, og halda á fleirri “ásum” ef þú veist hvað ég meina. Strákar þurfa sérstaklega mikið að finna fyrir því að þeir geti ekki gengið að kærustunni sinni sem vísri, og ef þetta breytist, þá getur áhuginn á sambandinu minnkað.
Þegar þið takið þá ákvörðun að sofa saman, þá hefur hann nálægt því allt sem hann hafði á meðan þið voruð saman, s.s. nær alla kostina, en sama sem ekkert af göllunum.
Þetta er ekki hentugt fyrir þig og löngun þína að byrja aftur með honum, því afhverju ætti hann að hætta þessu, þegar hann er í raun að fá mest af því besta, og þarf ekki að taka sénsinn á hinu “slæma”?
Þú gerðir hinsvegar einn góðan hlut þegar þú fórst að sofa hjá honum aftur .. þú sagðir að þetta ætti ekki að leiða út í samband.
Það sem þetta gerði, var það að þú hefur náð að halda þeirri virðingu sem hann er aftur farinn að finna til þín síðan þið hættuð saman, því þarna settir þú mörkin sjálf, á einmitt hlutnum sem hann kannski óttast mest.
Ég verð því miður að segja þér, að þegar stelpur verða of yfirgangsmiklar í sambandi, þá fylgir þessu oft smá breytt skoðanabreyting á karlmanninum gagnvart kvenmanninum, því “virðing” hans getur minnkað talsvert, því þá verður hún “of auðveld” og jafnvægið raskast (vonandi skiluru hvað ég er að fara með þessu jafnvægistali).
Við strákarnir þurfum langoftast að finna að það sem við höfum var að einhverju leyti erfitt að eignast, og smá “challenge” að halda í. Samt, þetta er nátturulega MJÖG vægt í öllum samböndum sem eru ekki því yfirborðskenndari, en alltaf smá til staðar og getur haft mikil áhrif á dreng sem veit ekki alveg hvar hann stendur í “sambandsmálum”.
En ég verð því miður að segja þér, að þetta er ansi erfið staða sem þú ert í.
Ég vill ekki segja þér nákvæmlega hvað ég held þú ættir að gera, því eins og þú sagðir sjálf, þá þekki ég ykkur ekki neitt, og það eru svo margar breytur í þessu máli sem hef ekki hugmynd um, að ég get með engu móti sagt þér hvað er best að gera, án þess að vera bara að skjóta út í vindinn.
Ef ég væri staddur í þessu ákveðna máli, og það væri nákvæmlega eins og ég lýsti hér fyrir ofan, myndi ég eflaust fjarlægja mig frá honum og gefa honum góðann tíma til að finna hvað hann missti. Svo hafa samband aftur við hann eftir X langan tíma (4 mán til hálft ár) og láta þá aftur slag standa og reyna á samband.
(Að taka sér svona góðan tíma frá manneskju getur virkað eins og að fá annað tækifæri á hlutum sem klúðruðust, að ýta á “reset” takkann, ef svo má að orði komast.)
Ef hann er hinsvegar byrjaður með einverri annarri, þá er það bara þannig, og þá greinilega kunni hann ekki að meta hvað hann fékk.
Þá er hann bara ekki sá sem þér er ætlað að vera með það sem eftir er æfinnar.
Mundu að sambönd virka í báðar áttir. Hann verður að sýna þér einhvern áhuga til þess að þú eigir að vilja eithvað með hann hafa líka.
Ef hann missir þig í svona langan tíma, þá ætti hann jafnvel að hafa samband við þig að fyrra bragði, en það fer allt eftir hvernig þessu fer fram hjá ykkur.
En jæja, svo ég þurfi nú ekki að gefa út bók, þá vona ég að þetta hafi aðstoðað þig eithvað við að sjá þetta vandamál þitt í skýrara ljósi.
Gangi þér vel, og endilega láttu mig vita hvernig þetta fer allt hjá ykkur.
Þú mátt einnig hafa samband við mig ef þú hefur einhverjar spurningar.
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli.