Sæl Sadness.
Útaf því að það er nánast ætlast til af okkur “eldri” og “vitrari” í ástarmálum, þá verð ég að segja við þig, að þú ert það ung að þú ættir ekki einu sinni að vera að velta fyrir þér sambandi, og hvað þá kynlífi, heldur að bíða í svona tvö ár, og leyfa þér verða aðeins eldri, því þegar maður er svona ungur, þá er maður nánast ráðalaus í samskiptum kynjanna, og á til með að gera allskonar mistök sem maður getur séð eftir seinna.
En ég veit betur heldur en að reyna að segja þér að hætta að “dúlla” þér með þessum strák, því að það er ekki einfaldara fyrir ykkur yngri að hnýta band á snæri tilfinningana heldur en fyrir okkur eldri, þá ætla ég að reyna að gefa þér mína bestu ráðlegginu.
Það besta fyrir þig að gera í þessu máli, er einfaldlega að bíða og sjá.
Ekki láta neina vini þína þrýsta þér og honum áfram inn í eithvað sem á að gerast eðlilega með spurninum sem í raun þau hafa engan rétt á að spurja ykkur.
Hvort þið eruð saman eða ekki er algjörlega ykkar mál, og þarf ekki útskýringa við í vinahópnum.
Ef einhver spyr þig að þessu skaltu einfaldlega svara: “Ég er ekkert að spá í því, þú verður bara að bíða og sjá! ;)” Eða eithvað þessu líkt.
Sláðu bara svona spurningum upp í kæruleysi og húmor, og ef fólk verður of ágengt, þá skaltu bara segja kurteysislega “veistu, þetta er bara okkar mál”. Þá ættu flestir að skilja að hnýsnin er ekki velkomin og láta þig í friði.
Í sambandi við hvað það er erfitt að draga hann út, þá skaltu bara spurja hann beint út afhverju það er. Ef ástæðan er sú að hann er feiminn, þá verðuru að virða það og gefa honum þann tíma sem hann þarf, áður en hann er tilbúinn að blandast vinahópnum þínum.
Ef ekki, þá skaltu senda mér skeyti hérna á Huga og ég skal reyna að hjálpa þér ef þú þarft hjálpar við.
Hvort hann sé hrifinn af þér eða ekki ….
Ég skal segja þér, að hann er eflaust jafn tvístígandi og þú í þeim málum. Hann veit eflaust ekki hvar þið standið, og er mikið að pæla í því sjálfur. Þetta er eithvað sem þið verðið bara að spila út .. bíða og sjá. Þið eruð bæði það ung og óreynd, að hvernig þetta þróast með honum er eithvað sem eingöngu tíminn mun leiða í ljós.
Ef ég væri þú myndi ég alls ekki hafa áhyggjur af því að missa sambandið við hann.
Staðreyndirnar í þessu máli eru nefnilega mjög einfaldar.
1. Ef hann er hrifinn af þér, þá er harla fátt sem getur hindrað hann í að hitta þig, hvort sem hann hættir í skólanum eða ekki.
2. Ef hann er ekki hrifinn af þér, þá mun sambandið slitna við hann, og það mun verða sárt, EN,
það verður bara sárt í smá stund, og svona sár gróa með tímanum.
Mundu bara, að ef hann heldur ekki sambandi, þá er hann bara einfaldlega ekki þess virði að vera að gráta yfir honum!
Þú munt eflaust ganga í gegn um margt á þínum lífsferli áður en þú finnur þann rétta. Við gerum það langflest.
Samt vara ég þig við, að hver sú einasta þrá sem þú missir, mun verða jafn sár og sú síðasta.
Þetta er eðlilegt, og ekkert við því að gera. Þetta er partur af lífinu og við venjumst þessu með aldrinum, þótt þetta hætti aldrei að stinga.
Þetta gerir þína langþráðu sönnu ást enn sætari þegar hún birtist, því það er mest ánægjan í því sem maður hefur þurft að hafa fyrir ;)
Samt vill ég þó benda þér á, að maður veit aldrei hvenær maður hitt sína sönnu ást. Það gæti verið hann, eða ekki.
Að sönn ást finnist á meðan maður er svona ungur og óreyndur er sjaldgæft, en það gerist.
Mundu bara að vera við öllu búin, og vera sterk, og þá reddast þetta allt saman.
Gangi þér vel, og mundu að sýna aðgát, sérstaklega í kynlífi! (helst bíða með það :)
Kær kveðja,
Fróðleiksmoli