ok.. ég ætla að reyna að koma þessu eins skilmerkilega frá mér og hægt er til að forðast allan misskilning…
Staðan er sú að ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í rúmlega 4 mánuði…
En uppá síðkastið hefur hann látið eins og æi.. ég veit ekki…. svona… frekar barnalega…
Við erum samt bara 15 ára gömul og ég veit alveg að það er ekki hár aldur en samt sem áður, ég hefði haldið að samband hefði orðið aðeins öðruvísi… allavega.. leyfið mér að útskýra barnaskapinn…
Ef mér leyfist að taka dæmi
-Ég: “Ertu laus á laugardaginn ?”
- Hann: “ Nei.. ég er að fara á fyllerí með Jóni og einhverjum stelpum sem ég þekki ekkert…” ´
- Ég: “… ok… ”
Það er svona dálítið eins og hann vilji að ég sé afbrýðisöm útí þessar stelpur… eða eitthvað.. en ég er ekki abbó týpan… mér sárnar bara…
Tek það fram að á þessum tímapunkti er ég kannski ekki búin að hitta hann í þó nokkra daga…
æ… svo líður mér eins og ég sé eitthvað voðalega eigingjörn á hann… samt vil ég alveg endilega að hann eigi sér líf… en… er svo mikið mál að bjóða mér með þegar eitthvað partý er í gangi..?..
Ekki kannski hvert einasta.. en… eitthvað..
Einhverjar stelpur.. fyllerí…
ég meina.. traustið er svo sem fyrir hendi… en… eitthvað… ég er voðalega ringluð yfir þessu öllu saman….
framan af var hann alveg yndislegur þannig séð… vildi alltaf tala við mig og vera með mér og svona.. ætli hann sé ekki bara kominn með ógeð á mér…og ég í heví afneitun… eða það að ég sé svo safe að hann þurfi ekk iað veita mér neina athygli.. .. það er svona rökréttasta skýringin…
Jæja, elskurnar mínar.. ég vildi bara vita hvort að einhver hefði einhver ráð um það hvernig ég get nálgast þetta vandamál, eða hvort að við séum bara dauðadæmd……
Takk fyrir mig…