Að mínu mati eru nærföt alveg snilldarhugmynd.
La Senza hefur alveg geggjuð nærföt og þau kosta alls ekki mikinn pening og eru mjög vönduð nærföt.
Ég get einnig mælt með Selenu sem er í lágmúla - húsið við hliðiná Mál og Menningu. Þar eru rosalega flott nærföt á mjög sanngjörnu verði.
Lífstykkjabúðin er einnig mjög góð en hún á það til að vera aðeins dýrari.
Ég myndi reyndar líka mæla með “dótasettunum” sem www.pen.is og fleiri verslanir bjóða upp á. En þar færðu egg, víbrara, olíu og fleira í einum pakka fyrir svona 5-7000kr sem er alls ekkert svo rosalegur peningur.
Hvað varðar skartgripi, þá er það eitthvað sem alltaf er hægt að gefa og því ágætt að spara það :)
Það sem að er líka alveg rosalega sniðugt er að ef hún biður þig um að fara með sér í kringluna eða eitthvað þess háttar, þá að skoða hvað hún er að skoða. Sjá hvað hún er rosalega hrifin af og svo fara aftur seinna og kaupa það sem þú sást að hún gat varla slitið augun af.
Það sem er reyndar alveg rosalega sætt og alveg rosalega ódýrt er að: Gera svona frekar kósý heimafyrir, kveikja á kertum, láta renna í bað ef það er til staðar, og hafa allt eins afslappandi og hægt er. Bjóða henni að fara í bað (annars bara fótabað í bala) gefa henni létt fótanudd og gera hana að stjörnu dagsins. Gefa henni svo einhverja ávexti yfir einhverri rosalega huggulegri mynd. Það sem myndi svo toppa þetta er ef þú myndir elda eitthvað létt (kaupa tilbúið sem þarf að hita) og gefa henni kvöldmat.
Þetta eru semsagt nokkrar hugmyndir sem hafa virkað alveg rosalega vel á mig :)
Gangi þér vel,
BugsBunny.