Ég var að eins og að kallast að dúlla mér með Strák.. segjum að hann heiti Þórir, já Allt í gúddí með það og allir vissu það að við vorum svona “saman” ..Við Þórir vorum alltaf saman í skólanum og á böllum og á uppákomum og þannig en aldrei eftir skóla eða á kvöldin! Ég bað hann kannski að koma að gera eitthvað en nei hann “nennti” því ekki og þannig.. það var farið að fara virkilega í taugarnar á mér.. Ég var alltaf bara ótrúlega hrifin af honum, hugsaði mjöög mikið um hann og þannig.. ég veit líka ótrúlega mikið um hann og öfugt.. Held að hann þekki mig betur en flestir.. En svo er eins og þetta sé að dofna núna, ég hugsa ekki jafn mikið um hann og fæ ekki fiðring þegar ég sé hann og stundum ef hann er þar sem ég er hugsa ég bara “ohh ég nenni bara ekki að tala við hann núna” og þannig.. Svo hitt - Þá átti besta vinkona mín vin sem ég fór að hanga svolítið með, köllum hann Ragnar - Við héngum saman en alltaf bara svona margir í hóp.. og mér líkar mjög vel við hann.. Og vinkona mín segir að hann sé hrifinn af mér, og mér finnst það betra við Ragnar heldur en Þórir að hann hringir í mig og biður mig og vinkonur mínar að koma að gera eitthvað og svona, vill virkilega vera með mér.. þá finnst mér eins og Þórir skammist sín bara fyrir að hanga með mér (af því að Ragnar og Þórir eru á sama aldri) ég veit ekki hvað ég á að halda,
Er ég eitthvað skrítin? Á ég að rækta sambandið við Þórir og fá hann að gera meira með mér eða ætti ég að vera með Ragnari meira? Hvað á ég að gera? Þetta er allt að fara í flækju hjá mér
(Ef það eru stafsetningavillur þá áttu þær alls ekki að vera)