Jæja, smá tjáning. Ég á vinkonu sem byrjaði með strák fyrir nokkrum vikum síðan.Sem væri náttúrulega alveg frábært ef það vildi ekki svo til að ég er sjúklega hrifinn af henni. Hérna er stelpa sem ég hef svo mikið sameiginlegt með og get talað við um allt og ekkert tímunum saman, hún er falleg og gáfuð og er bara búin að hækka standardinn hjá mér töluvert. Enginn stelpa virðist geta toppað þessa stelpu.
Ég veit að ég ætti bara að samgleðjast henni og finna mér kannski einhverja aðra en eins og ég sagði þá er standardinn orðinn doldið hár og mér fnnst þetta bara ekki sanngjarnt. Mér finnst að við eigum að vera saman, við pössum saman( ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta gæti allt verið í hausnum á mér. Kannski pössum við bara ekki neitt saman. En mér finnst það allavena)
En það sem mér finnst verst af öllu við þetta er að það er ekkert víst hvað þau verða lengi saman. Það getur verið 2 mánuðir eða það getur verið 2 ár en sama hvort það er þá finnst mér nokkuð víst að við eigum aldrei eftir að vera saman.
Ég er stöðugt að vona að þetta samband hjá þeim gangi ekki upp og þau hætta saman.

Hversu lélegur vinur er ég ey?

(þetta er bara málið í grófum dráttum, þetta er aðeins flóknara liggur aðeins meira á bakvið og svona)