Ég og kærastinn minn höfum verið saman núna nærrum því 2 ár og það hefur gengið misvel. Við höfum samt alltaf elskað hvort annað mjög mikið og stutt hvort annað í blíðu og stríðu… bara svona eins og pör gera. Síðan allt í einu eignast kærastinn minn þessa vinkonu…. Fyrst þá er þetta saklaust og þau eru bara saman í skólanum og svona en svo breytist það smám saman og núna þá eru þau ofboðslega góðir vinir. Vandamálið er að þessi stelpa er ótrúlega afskiptasöm og skilur ekki þegar aðstæður eru óviðeigandi. Þegar ég og kærastinn minn erum að rífast þá er hún alltaf þarna til að standa með honum og skipta sér af… þetta hefur núna gerst svona fjórum sinnum á síðasta árinu eða svo, og er þessi stelpa meðal annarst ástæða þess að við hættum saman í smá tíma. Við byrjuðum svo aftur saman og þá var þetta auðvitað aftur vandamál reyndar bara strax á fyrsta degi varð hún byrjuð að skipta sér af. Ég veit að kærastinn minn er ekki hrifinn af þessari stelpu og ég er líka nokkuð viss með hana þannig að það er ekki eins og ég sé hrædd um að eikkvað gerist.. það sem að fer bara í mig er hversu “involved” hún er í sambandinu okkar. Ég elska þennan strák meira en allt og ég veit að hann elskar mig en alltaf þegar ég reyni að tala við hann um þetta þá tekur hann því eins og ég sé að kúga hann, og hann megi ekki gera neitt…. ég hef eitt mörgum mánuðum í að gráta út af þessu því mér líður svo illa.. þegar hann er með henni þá veit ég að þau gætu verið að tala um samband okkar og jafnvel mig… Þetta er núna komið á það stig að hún er orðin hrædd við mig.. það hefur alltaf verið pínu spenna á milli okkar og upprunalega var kærastinn minn að reyna að láta okkur verða vinkonur en svo þá óx spennan og núna þá er hún hrædd við mig.. ég hef ekkert gert henni þannig að ég veit ekki af hverju hún mundi vera hrædd við mig, og ég er alltaf að spyrja hann en hann vill ekki tala um þetta við mig og verður mjöööög reiður…. ég er meira segja orðin þunglynd af þessu og ég veit ekkert hvað ég á að gera… þessi strákur er besti vinur minn og þegar við tvö erum ein saman án hennar þá eigum við svo góðar stundir saman. Það er samt búið að vera þannig síðustu vikur að hann er farinn að eyða meiri tíma með henni heldur en mér… eins og ég sagði þá veit hún ekki hvar mörkin eru svo að hún fer stundum ekki heim fyrr en 5 um nóttina… hefur verið til 7 um morgunn! hjálp þetta er að drepa mig.. ég get ekki höndlað að gráta meira…. plís ef þið hafið nent að lesa þetta allt HJÁLP hún er að skemma sambandið okkar! á ég að hætta með honum eða hvað!?