Það hafa ábyggilega allir farið á leiðinlegt fyrsta stefnumót. Líklega besta ráðið til að forðast það, er að vera frumlegur og vera með góð umræðuefni, og svo að vera maður sjálfur og hafa gaman af því.
Allavega, þá væri gaman að heyra einhverjar hugmyndir um góð umræðuefni og þá er ég ekki að tala um þetta klassíska hvað geriru, áhugamál o.s.fr.v.
Ég heyrði til dæmis um eitt um daginn sem mér fannst snilld: Ef þú værir fastur á eyðieyju og þú mættir bara taka einn hlut með þér, hvaða hlut myndirðu taka og af hverju?
Þetta brýtur ísinn og býður upp á skemmtilegar umræður. Býður einhver upp á fleiri góð topic?