Ég lenti í nákvæmlega eins aðstöðu og þú, nema bara ég er strákurinn sem var farið frá.
Við vorum bæði mjög hrifin af hvoru öðru, elskuðum hvort annað mjög mikið en slæmu dagarnir voru farnir að vera fleiri en góðu dagarnir og hún vildi að sambandið endaði. Hún sagðist vilja vera vinir eftir á og ég var auðvitað til í það, og ég reyndi að láta það virka þannig, en það var ekki þannig. Á endanum vildi hún ekkert vera vinir, sagði að það gengi ekki upp á milli okkar. Ég var að sjálfsögðu ekki sáttur á þeim tíma sem þetta kom upp en ég er glaðari fyrir vikið í dag, þetta hjálpaði mér að komast yfir hana fyrr. Á endanum komst maður líka að því að það er ekki manneskjan sem maður saknar, það er félagsskapurinn sem maður saknar, að hafa einhverja manneskju hjá sér. Það eru fleiri fiskar í sjónum :) það er ekki til neitt sem heitir að það sé ein rétt manneskja fyrir okkur öll, það eru margar réttar spurningin er bara að hitta á þær :)
Gangi þér vel :)