Mér finnst eins og lífið mitt sé gjörsamlega í klessu þessa stundina:/ Núna síðustu 2-3 vikur er ég búin að vera mjög down… og verst þessa síðustu viku sem var að líða!
Ég er á föstu, en ég og kærastinn minn eigum það sameiginlegt að vera þunglynd… ég er greind þunglynd en hann er í afneitun og vill ekki fara til sálfræðings! Ég er búin að reyna að fá hann til að fara því það virkaði svo vel á mig, en neinei, hann hlustar ekki! Hann dregur mig niður í þunglyndið með sér, þó ég sé á lyfjum virka þau ekki á erfiðustu tímunum. Ég er ekki lengur eins ánægð og ég var þegar við byrjuðum saman. Ég er orðin miklu skapstærri og á erftitt með að halda aftur af mér og brjálast ekki þegar eitthvað er að pirra mig. Helmingurinn af mér segir mér að segja honum upp en hinn helmingurinn þverneitar fyrir það! Ég veit ekkert hvað ég á að gera…
Ef ég á að segja eins og er þá langar mér í “gamla” lífið mitt aftur, vera laus og liðug og þurfa ekki að hafa tvöfaldan skammt af þunglyndi. Ég elska hann og þess vegna vill ég ekki hætta með honum því ég veit að hann á eftir að fara mjög illa út úr því og ég vill ekki gera honum það. En þá kemur önnur spurning upp, á mér þá að líða illa í staðinn? Auðvitað eru líka góðar stundir en þessar slæmu eru orðnar verri. Við rífumst oft og allt fer í klessu en samt endar þetta ekki. Ég vill bara að honum líði vel, langar samt að líða vel líka. Vill ekki vera þessi leiðinlega sem hugsar bara um sjálfa sig og ekki um tilfinningar annarra.
Vinkonur mínar hafa ráðlagt mér og mig langar að sjá skoðanir hjá fleirum.
Ef einhver getur ráðlagt mér hvað ég á að gera þá væri það mjög vel þegið því að í augnablikinu langar mig bara að leggjast niður og sofna og vakna í “gamla” lífinu mínu eða á miklu betri stað….
Hjálp?