Kærasti minn hætti með mér á 2 ára og 10 mánaða afmælinu okkar, akkurat 2 mánuðum áður en 3ja ára afmælið ætti að vera. Þetta var núna 1. apríl.
Ég er að verða 19 ára núna og hann er 22ja. Ég var semsagt 16 ára þegar við byrjuðum saman og þekki ég voða lítið annað en ást og ástarlíf með honum. Við erum vinir og ég veit að honum þykir þetta ótrúlega leiðinlegt fyrir að hafa gert mér þetta því honum þykir enn ótrúlega vænt um mig. En hvernig getur ást okkar horfið? Við vorum trúlofuð og mér fannst allt ganga vel og kom þetta mér hrikalega mikið á óvart því þetta kom bara svona allt í einu. Ég hef búið á Sauðárkrók í ca. 3 mán. en áður átti ég heima á Akureyri heima hjá honum og var samband okkar ekki mjög æðislegt síðustu vikurnar áður en ég flutti. Ég hélt að með að ég myndi fara til mömmu minnar að fjarlægðin gerði fjöllin blá og ég var farin að sjá hversu mikið ég ætti og hvað ég elskaði hann mikið sem ég geri enn. Ég ætlaði alltaf að koma aftur á Akureyri í sumar og geri enn. Enn ég var farin að hlakka svo mikils til sumarsins með honum, 3ja ára afmælisins, útilegur og sumartíminn finnst með bestur og rómantískastur. Þetta er svo sárt. Hvernig er hægt að hætta öllu eftir svona langan tíma?? Hvað með minningarnar og stundirnar sem við höfum átt saman??
Ég varð bara að fá að tjá mig aðeins… góð ráð eru vel þegin:)