hmm…ég hef átt tvo vini sem hafa verið hrifnir af mér. Annan þeirra missti ég næstum, því vinasambandið varð aldrei eins og það var (kannski af því að hann fékk mig á heilann og ég mátti ekki tala við aðra stráka eða neitt). Nú er hann samt með kærustu og ég með kærasta og ég og hann erum svona að verða vinir aftur smám saman. Hinn vinur minn varð ennþá mjög góður vinur minn eftir að ég frétti þetta, ef ekki bara betri. í því tilviki mátti ég líka gera það sem ég vildi án þess að hann hótaði öllu illu. Þessi strákur var minn allra besti vinur, en svo gerðist það í lok nóvember 2003 að hann lést í slysi.
En ég myndi bara taka sjensinn og segja henni hvernig þér líður vegna þess að hún mun líklega komast að því hvort sem er og það er alltaf best að vera hreinskilinn. Svo verðuru bara að vera umburðarlyndur og ekki of eigingjarn á stelpuna. ;) ..gangi þér bara rosalega vel..þetta er aldrei létt aðstaða.