En ok, við töluðum svona ágætlega mikið saman fyrst en samt ekkert um of því ég vildi ekki að hann fattaði strax að ég væri hrifin af honum. :/ En annað hvort reiknaði hann það út sjálfur eða frétt það hjá e-m öðrum því hann spurði mig að því í byrjun sumarsins og ég var ekki alveg til í að játa það strax þannig að ég laug en játaði það samt daginn eftir því þá var helgi og ég vissi ég myndi ekki hitta hann strax.
En eftir að ég hafði viðurkennt að ég væri hrifin af honum töluðum við miklu oftar saman og hann byrjaði alltaf að koma að tala við mig. Við töluðum mikið saman allt sumarið en aldrei þorði ég að spurja hvort hann vildi gera e-ð með mér, tek það fram að ég er MJÖG feimin við þá sem e´g er hrifin af. :/
Við vorum orðin svona þokkalegir vinir og um haustið þá ákvað ég að ég yrði að spurja hann hvort hann vildi gera e-ð. Ég spurði hann hvort hann vildi koma með mér að horfa á vídjó og hann svaraði: kannski, örugglega. Síðan kom að deginum og ég spurði hann aftur hvort hann ætlaði að koma þá kom hann með afsökun fyrir því að komast ekki því hann ætlaði að hitta vin sinn. Ég hugsaði ok ég fer þá útí bæ að hitta stelpurnar en var auðvitað sár því að þessu hafði fylgt rifrildi sem ég man ekki alveg hvað gekk útá en ég man að ég varð svo innilega sár. Það sem verra var að þegar ég er að labba með vinkonum mínum þetta sama kvöld sé ég þá engan annan en þennan vin sem strákurinn sem ég var hrifin af ætlaði að hitta með öðrum krökkum. Ég varð næstum furious og hélt að hann hefði logið að mér, held það reyndar eiginlega ennþá :/, en hann kom með e-a afsökun. Ég neita því ekki að ég var innilega sár og ég vissi ekki hvernig ég átti að vera eiginlega. :/
En hér kemur það sem er skrýtið: eftir þetta varð ég eiginlega ennþá hrifnari af honum ef e-ð var. :/ Gat ekki að því gert. síðan smám saman með haustinu og byrjun vetrarins þá dofnaði þetta og varð sterkara á víxl. Við urðum ágætisvinir en ég var smá hrifin af honum ennþá. Ég var samt oft að reyna að fá hann til að gera e-ð með mér en alltaf komu þessar afsakanir.
Eftir áramótin var ég eiginlega alveg hætt að vera hrifin af honum þótt að það voru og eru smá tilfinningar ennþá eftir þá var ég ekki eins yfir mig hrifin og fyrst.
Ég náði e-n veginn að sannfæra hann um að ég væri ekki hrifin af honum og þá gátum við hist. Hann er samt bara búinn að koma 3-4 sinnum í heimsókn og þær voru ekki mjög langar. Ég stóð alltaf í þeirri trú að við værum góðir vinir en mér fannst hann vera farinn að haga sér e-ð svo skringilega gagnvart mér en hann er að reyna að fá mig til að trúa því að hann er ekki bara svona við mig heldur alla. Ég get ekki treyst honum en ég veit ekki alveg af hverju. :/
Ég vil að við séum vinir því oftast náum við mjög vel saman og getum talað og talað. En vináttan eftir áramót hefur e-n veginn einkennst af rifrildum og ég verð e-n veginn oft afbrýðissöm útaf minnstu hlutum. Ég hélt að ég væri ekki hrifin af honum en stundum hugsa ég hvort ég sé það ennþá. :/
Og það böggar mig því ég vil ekki vera hrifin af honum lengur ef ég er það. Ég vil bara að við séum vinir. Það er hinsvegar eins og hann sé að reyna að fjarlægjast mig og forða sér frá mér og ég verð sár af því. Mér finnst gaman að tala við hann og hanga með honum og vil ekki missa það. En mér finnst hann vera e-ð svo skrýtinn gagnvart mér og sérstaklega undanfarið erum við búin að vera að rífast MIKIÐ um það. :/ Á tímabili bjóst ég við að við myndum hætta að vera vinir en þetta hangir allt e-n veginn saman. :/ Skrýtið.
Vá, gott að koma þessu frá sér. En afsakið innilega hvað þetta er langt. :/ Málið er bara að ég vildi ekki setja þetta í grein því að strákurinn veit nickið mitt á huga og ég veit hans og svo vita vinir hans það líka og þetta hefði örugglega komið á Forsíðunni sem ég var ekki alveg til í. Þannig að.. afsakið hvað þetta er langur KORKUR. :/
Gerið það engin skítköst eða neitt niðrandi.
Non fui, fui, non sum, non curo.