Ég og mín fyrverandi núna vorum búin að vera saman í hálft ár þegar hún segir mér upp bara svona það kemur allt í einu.
við vorum búin að hafa mjög góða viku saman fyrir það.

Síðan eftir allt þetta langar henni enn að vera vinir sem er drullu erfitt sérstaklega þegar maður elskar hana. Ég veit ekki hvort ég get verið vinur hennar en mig langar samt ekki að missa hana alveg.

Á laugardags kveldið settumst við niður og töluðum í 6 klukkutíma um hvernig sambandið hefur verið.


Ég fel það ekki að ég hef grátið en það sem mig langar að vita fyrir alvöru hefur hún grátið eitthvað (hún sagði að hún hafði gert það) ég veit ekki hvort ég á að trúa henni. Langar líka að vita það hvort við gætum byrjað saman aftur.

Ég elska hana enþá þrátt fyrir þetta allt.
Mér langar að við gætum byrjað aftur samana.

Hvað á ég að gera? á ég að sleppa henni alveg eða á ég að halda sambandi við hana og vera “vinir”.