Ég veit ekki hvernig á þessu stendur eða hvað ég á að gera. Ég er búin að vera með kærastanum mínum í bráðum 1 1/2 ár. Ég finn voða lítið fyrir tilfinningum mínum til hans þegar við erum saman, en samt þegar við erum ekki saman þá finn ég að ég vil hafa hann hjá mér og vil ekki missa hann.
En stundum langar mig líka rosalega til að vera á lausu og fá að njóta lífsins á meðan ég er ung. Vil eiginlega ekkert vera svona bundin á meðan ég er aðeins að verða 18 ára:/ Eins og vinur minn sagði þá lærði hann af reynslunni og er á lausu núna eftir rúmlega 2 ára samband, og líður miklu betur núna og fær að gera það sem honum langar til að gera.
Ég finn samt alveg stundum að ég elska kærasta minn en ég held að ég sé ekkert ástfangin af honum, en stundum þá er hann bara eitthvað pirrandi og mig langar ekki að vera með honum lengur.
Hvað væri ráðlegast að gera í svona stöðu??

Takk fyrir að lesa þetta þeir sem nenntu:) Veit að þetta er frekar langt. Ég vissi bara ekki hvernig ég gat sagt þetta öðruvísi. Endilega gefið mér góð ráð..