Málið er þannig að ég er staddur í fjarsambandi og ég veit ekki hvort ég sé að biðja um hjálp en ég bara varð að létta þessu af mér.
Einsog ég sagði þá er ég staddur í fjarsambandi en ég hef aldrei verið í fjarsambandi áður en ég hef verið í 3 samböndum áður þar sem að 2 þeirra voru frekar stutt og eiginlega bara svona leika sér eitthvað dæmi en eitt þeirra varð frekar alvarlegt og stóð í frekar langann tíma en það endaði með því að ég stóð einn eftir svikinn og ónýtur…en ég kom mér uppúr því með hehe hjómar kannski asnalega en ég kom mér uppúr því með því að drekka um allar helgar og vera með öðrum stelpum og var ég ekkert að leita mér af sambandi….en svo fyrir þónokkrum mánuðum þá kynntist ég stelpu og byrjaði með henni, eini hængurinn var sá að hún býr ekki í sama bæ þannig við hittumst ekkert of oft. En ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er það að undanfarið hef ég ekkert verið glaður nema þegar ég er með henni! Það virðist kannski einhvernveginn voðalega sætt á sjúklegan hátt en ég er bara aldrei glaður án hennar…tilfinningarnar sem ég finn án hennar eru einmannaleiki,tómleiki og einsog allt hafi enga meiningu en svo þegar ég er með henni þá hverfa allar áhyggjur einsog ekkert sé…og við hittumst bara um helgar:/ ég hef fengið svo miklar efasemdir um samband okkar uppá síðkastið og ég næ aldrei að sofa , ligg allltaf bara andvaka yfir að hugsa um þetta því ég er alltaf að spyjra mig er þetta meant to be ef ég hugsa svona….kannski á þetta fjarsambandsdæmi ekkert við mig eða kannski er þetta eitthvað annað en ég bara get ekki hætt að hugsa um þetta því það ristir mig svo djúpt þegar ég pæli hvernig líf mitt yrði án hennar….ohh ég er svo ringlaður! Ég bara veit ekki hvað ég á að gera því ég elska hana svo mikið en það er svo oft sem ég fæ þá tilfinningu að þetta sé ekkert að ganga hjá okkur og það virðist aldrei vera nein leið útúr því nema með því að hætta saman….
Þetta sem ég var að skrifa virðist örruglega vera skrif eftir geðveikan mann en ég er bara svo ringlaður að ég veit hvorki upp né niður lengu