Þú veist að þú ert ástfanginn þegar þú vilt ekki sofna því vakan er betri en draumur.
Eitt sinn elskaðu, ávallt elskaður
Auðvelt er að komast að því hversu mikla ást það ber til hvert annars
- með því að spyrja það.Gefi það ákveðið svar, getur ást þess ekki verið mikil.En geti það ekki svarað, veistu að það er mikil alvara á ferðum.
Það er ekki bara nauðsynlegt að elska;
það er líka nauðsynlegt að segja það.
(franskt máltæki)
Lúskraðu aldrei á konunni þinni
- jafnvel ekki með blómum.
(hindúískt máltæki)
Ýmis ástar speki.
Mesta hamingja lífsins felst í þeirri vissu að við séum elskuð - elskuð eins og við erum eða, kannski öllu heldur, þrátt fyrir það sem við erum.
- Victor Hugo
Sá sem hefur ekki kraft til að fyrirgefa, hefur ekki kraft til að elska.
- Martin Luther King
Gleðin er net úr ást sem veiðir sjálf.
- Móðir Teresa
Miðlaðu ástinni hvar sem þú ferð: fyrst af öllu á þínu eigin heimili.Elskaðu börn þín, eiginkonu eða eiginmann, og nágrannann í næsta húsi.
- Móðir Teresa
Guð elskar sérhvern mann eins og hann sé eini maðurinn sem til er.
- Ágústínus
Eins og allir aðrir í víðri veröld átt þú sjálfur skilið að hljóta ást þína og umhyggju.
- Búdda
Að leita og finna ástina er gott, að finna hana án þess að leita er betra.
- William Shakespeare
Ástin er ein sál í tveimur líkömum.
- Aristóteles
Það er ástin en ekki þyngdarlögmálið sem veldur því að fólk dregst hvort að öðru.
- Albert Einstein
Sem hafið ótæmandi gnægð mín er og ást jafn djúp; því meir sem ég gef þér, því meira á ég, hvorug eyðist upp.
- William Shakespeare
Vondir menn láta stjórnast af óttanum;
góðir menn af ástinni.
- Aristóteles
Ef þú elskar nógu mikið, veitir allt þér trúnað sinn.Ég hef ekki aðeins komist að því að tali ég við litla blómið eða litlu hnetuna, þá veiti þau mér trúnað sinn, heldur hef ég komist að því að þegar ég tala við fólk í ró og næði þá veitir það mér trúnað sinn - ef ég elska það nógu mikið.
- George Washington Carver
Hjarta sem brennur af ást verður óhjákvæmanlega að hjarta sem fullt er af gleði.
- Móðir Teresa
Ástin er mökkur frá rjúkandi andvörpum.
- William Shakespeare
Ástin er hunang þess blóms sem er lífið.
- Victor Hugo
Hvernig er kærleikurinn útlits? Hann er með hjálpfúsar hendur, fætur sem flýta sér til hinna fátæku og þurfandi, augu sem sjá eymd og skort og eyru sem heyra grát og andvörp mannanna.Þannig er kærleikurinn útlits.
- Ágústínus
Fegurðin gerir menn fljótari að þjóðum en gullið.
- William Shakespeare
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"