Núna síðasta haust var eitthvað í gangi á milli mín og eins stráks í skólanum. Það vissu það mjög fáir en þegar það fréttist óvart út (sem hefði náttúrulega gert það fyrr eða síðar) varð strákurinn geðveikt reiður og kenndi mér um þetta allt, og lauk öllu sem hefði getað gerst á milli okkar. Mér fannst hann taka þessu aðeins of alvarlega, þar sem að þetta er lítill skóli og ekki auðvelt að leyna einhverju svona. Hann laug líka að mér í sambandi við þetta, ég frétti það ekki fyrr en löngu eftir þetta og þá var ég svo reið. En hann veit ekki af því að ég veit það.
En málið er að núna þá lítur hann ekki við mér. Hann talar aldrei við mig sem mér finnst leiðinlegt þar sem að við vorum ágætis vinir áður en allt þetta gerðist. Hann hagaði sér líka eins og hann skammaðist sín fyrir að hafa verið að dúlla sér með mér, og í rauninni þá er hann búinn að rústa sjálfstraustinu mínu sem var nú ekki mikið fyrir. Ég er bara farin að halda að það sé einhver synd að vera með mér, því að þetta er ekki eina skiptið sem strákar vilja halda svona leyndu í sambandi við mig. Ég var loksins farin að vera smá ánægð með sjálfa mig og allt lofaði góðu, en svo gerist þetta og eins og ég sagði áður, eyðileggur sjálfstraustið hjá mér.
Það er líka eitt sem ég skil ekki, hann sagðist vera hrifinn af mér, en svo þegar ég fór að spyrja hann út í hvað hann vildi þá vildi hann bara vera bólfélagar.
Mér hefur alltaf fundist hann mjög góður og þroskaður strákur, og hann getur alveg verið það, en ég skil þetta samt ekki.
Og ég get eiginlega ekki talað mikið við hann núna um þetta þar sem hann var að byrja með stelpu.
En hvað finnst ykkur um þetta? Og gerið það, engin skítköst. Mér líður illa út af þessu og ég bið ykkur um að virða það.
Ég finn til, þess vegna er ég